Þurfum að fara reyna vinna fótboltaleiki

Ólafur Páll Snorrason
Ólafur Páll Snorrason Víkurfréttir/Sigfús Gunnar

„Það er vont að fá markið á sig þegar lítið er eftir, þetta er svekkjandi,“ sagði hnugginn Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, eftir 1:0-tap gegn Grindavík á Extra-vellinum í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

Eina mark leiksins kom á 85. mínútu er Sam Hewson skoraði með glæsilegu skoti utan teigs.

„Hewson getur alveg skotið á markið, hann hefur sýnt það áður og kláraði þetta vel.“

Hefðu Fjölnismenn getað gert eitthvað annað í aðdraganda marksins til að koma í veg fyrir það? „Já, dekka hann til dæmis.“

Ólafur var þó heilt yfir þokkalega sáttur með frammistöðu Fjölnis í kvöld, sérstaklega eftir 6:1-stórtapið gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

„Við fengum færi sem ég hefði viljað nýta betur en þetta var betra frá því í síðasta leik, það er engin spurning.“

„Við lögðum upp með að halda hreinu í kvöld, það tókst ekki. Það er samt eitthvað jákvætt í þessum leik miðað við síðustu frammistöðu. Við þurfum samt að fara reyna vinna fótboltaleiki. Nú horfum við fram á veginn, við lítum ekkert til baka,“ sagði hann að endingu.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Svíþjóð 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 Belgía 2 8 6
2 England 1 2 3
3 Panama 1 0 0
4 Túnis 2 3 0
L M Stig
1 Japan 1 2 3
2 Senegal 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla