„Ég er grautfúll í dag“

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA var svekktur eftir jafntefli liðsins …
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA var svekktur eftir jafntefli liðsins í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Við sköpuðum okkur nógu mörg færi til þess að skora, það bara tókst ekki,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, í samtali við mbl.is eftir 0:0 jafnteflið gegn Selfossi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

„Við vorum miklu sterkara liðið á vellinum en eigum við ekki að segja að Selfossliðið hafi bara varist ágætlega? Þær gerðu sitt bara vel og ætluðu að ná í stig. Þeim tókst það og ég óska þeim til hamingju með það,“ sagði Halldór svekktur.

„Við fengum sérstaklega góð færi í fyrri hálfleik, ein á móti markmanni tvisvar og nýtum það ekki. Í seinni hálfleik erum við að fá fullt af góðum leikstöðum og horn og aukaspyrnur sem við eigum að nýta mikið betur en við gerðum í dag. Stundum er þetta svona, ég er grautfúll í dag en á morgun er nýr dagur og nú einbeitum við okkur að leiknum gegn Breiðabliki á sunnudaginn,“ sagði Halldór að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert