„Hrikalegt einbeitingarleysi sem kostar mikið“

Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson. Ljósmynd/Víkurfréttir/Sigfús Gunnar

„Við vorum á pari í fyrri hálfleik, varnar og sóknarlega. Í þeim síðari gekk svo sóknarleikurinn ekki upp, við vorum of aftarlega í leiknum,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir 2:1-tap gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Eyjamenn vörðust vel og lengi en fengu svo á sig mark undir lok leiks úr hornspyrnu og var Kristján gríðarlega svekktur með það.

„Við erum búnir að verjast föstu leikatriðunum þeirra allan leikinn og það mjög vel. Við eigum að gera það líka í sigurmarkinu, þetta er hrikalegt einbeitingarleysi sem kostar mikið.“

Kristján telur lið Eyjamanna þurfa vera djarfara og verjast framar á vellinu til að geta unnið leik sem þennan. „Við þurfum að vera ákveðnari sóknarlega og stíga framar á liðin. Varnarleikurinn er ágætur en við þurfum að verjast aðeins framar,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert