Nýliðarnir náðu í jafntefli gegn Þór/KA

Stephany Mayor í baráttunni í leik liðanna í kvöld.
Stephany Mayor í baráttunni í leik liðanna í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti Þór/KA í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Íslandsmeistarar Þórs/KA töpuðu þar með fyrstu stigum sínum á tímabilinu en þeir höfðu unnið fyrstu fimm leiki sína í deildinni.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en fóru illa með færin sín og tókst ekki að skora.

Þór/KA hélt áfram að sækja í síðari hálfleik en varnarmenn Selfyssinga og Caitlyn Clem, markmaður heimakvenna, stóðu vaktina vel og tókst að halda markinu hreinu.

Selfoss er í sjötta sæti deildarinnar með 5 stig en Þór/KA er áfram í efsta sæti deildarinnar með 16 stig en Breiðablik getur skotist upp fyrir þær að stigum með sigri á FH í kvöld.

Selfoss 0:0 Þór/KA opna loka
95. mín. Leik lokið Selfyssingar unnu heldur betur fyrir stiginu. Frábær barátta af þeirra hálfu. Þór/KA reyndi og reyndi en Selfossvörnin og Clem áttu frábært kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert