Gefur okkur ekkert að vera á toppnum núna

Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals á flugi.
Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals á flugi. Sigfús Gunnar

„Mér fannst þetta bara hörkuleikur hjá tveimur góðum liðum svo þetta varð mikil barátta en mér fannst að við hefðum átt að gera út leikinn með þessum færum sem við fengum í seinni hálfleik,“  sagði Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals eftir 2:1 sigur á FH þegar liðin mættust í 10. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu að Hlíðarenda í kvöld.

„Við fórum aðeins hærra upp á völlinn gegn þeim í byrjun leiks og það gekk ágætlega en við getum líkað bakkað aftur til að fá mótherjanna framar á völlinn og skapað okkur þannig færi með hröðum sóknum.  Það er samt ekki hægt að pressa í níutíu mínútur svo við ákváðum á ákveðnum tímapunkti að falla aðeins aftar og prófa að sækja hratt á FH-inga því við vissum að þeir myndu koma með marga menn í sóknir sínar.  Það gekk vel hjá okkur.“

Valsmenn eru nú á toppi deildarinnar, eins og þeim var spá af forráðamönnum, þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar en fyrirliðinn gaf lítið út á það.   „Það gefur okkur ekkert að vera efstir í dag, við erum bara hæstánægðir með að vinna frábært lið og fá þrjú stig.  Það skiptir öllu máli,“ sagði Haukur Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert