Stjarnan og ÍBV í basli eftir jafntefli

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar með boltann í leiknum í …
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Valli

Stjarnan tók á móti ÍBV í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 2:2 jafntefli en bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í við toppliðin.

Lára Kristín Pedersen kom heimakonum yfir á 21. mínútu með skoti rétt fyrir utan teig eftir sendingu frá Hörpu Þorsteinsdóttur en Shameeka Fishey jafnaði metin fyrir gestina, átta mínútum síðar eftir frábæran undirbúning Cloé Lacasse. Clóe átti góðan sprett um vinstri kantinn, rendi honum fyrir markið á Fisley sem kláraði vel og staðan því 1:1 í hálfleik.

Stjörnukonur byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fengu nokkur góð færi til þess að komast yfir. Það var því gegn gangi leiksins þegar Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir sendi boltann inn fyrir á Shameeku Fishley sem kláraði meistaralega, yfir Birnu í markinu. Telma Hjaltalín jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 81. mínútu eftir sendingu frá Þórdísi Hrönn. Telma stakk varnarmenn ÍBV af og setti hann í netið en Emily Armstrong átti að gera miklu betur í markinu, líkt og í fyrsta marki Stjörnunnar.

Lokatölur því 2:2 í hörkuleik en Stjarnan er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig, 8 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. ÍBV er í fimmta sætinu með 7 stig eftir fyrstu sex umferðirnar og er nú 11 stigum á eftir efsta liði deildarinnar.

Stjarnan 2:2 ÍBV opna loka
90. mín. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert