Valur braust á tindinn

Geoffrey Castillion og Eiður Aron Sigurbjörnsson í baráttunni um boltann …
Geoffrey Castillion og Eiður Aron Sigurbjörnsson í baráttunni um boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Valli

Valsmenn tylltu sér á topp deildarinnar með 2:1 sigri á FH að Hlíðarenda þegar leikið var í 10. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, en bæði lið fengu nokkur góð færi til að bæta við mörkum.   Valsmenn voru þó öflugri og börðust af meiri yfirvegun.

Valsmenn voru yfirvegaðri í sóknum sínum, sem þyngdust og mark lá í loftinu þar til Patrick Pedersen skoraði af stuttu færi með skalla á 18. mínútu eftir sendingu Hauks Páls Sigurðssonar fyrirliða síns.  Valur sótti sem fyrr og heldur meiri þungi í sóknum þeirra en á 32. mínútu jafnaði Steve Lennon úr miðjum vítateig vinstra megin eftir flotta sendingu Geoffrey Castillion.   Það var í raun fyrsta alvöru sókn FH en á 38. mínútu komst Valur aftur yfir eftir frábæra sókn þegar Sigurður Egill Lárusson var á hægri kantinum, gaf yfir á þann vinstri þar sem Andri Adolphsson gaf fyrir mitt markið á Einar Karl Ingvarsson skoraði af öryggi.

Í seinni hálfleik var kraftur í FH til að byrja með en þegar á leið náði Valur að þyngja sóknir sínar.  Fékk frábært tækifæri á 67. mínútu þegar Kristinn Freyr Sigurðsson komst einn á móti markverði eftir góða sendingu Patrick Pedersen en var of lengi að athafna sig og Gunnar markvörður FH varði í horn.   Á 75. mínútu fékk FH gott færi, eða öllu heldur góð færi þegar Anton Ari Einarsson varði af stuttu færi frá Atla Guðnasonar og síðan aftur frá Hirti Loga Valgarðssyni.

Með sigrinum er Valur með 21 stig á toppi deildarinnar, tveimur stigum meira en Stjarnan, sem er búin með sinn leik í 10. umferð.  FH er eftir sem áður í 5. sæti deildarinnar með 16 stig.

Valur 2:1 FH opna loka
90. mín. Sigurður Egill Lárusson (Valur) á skot sem er varið Gott færi eftir skyndisókn en Gunnar í marki FH varði vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert