Meiri hasar að vera á miðjunni en í bakverðinum

Thelma Björk Einarsdóttir í leik með Val gegn Þór/KA.
Thelma Björk Einarsdóttir í leik með Val gegn Þór/KA. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég náði mér upp úr erfiðum meiðslum skömmu áður en Íslandsmótið hófst. Síðan hefur mér gengið vel í þeim leikjum sem ég hef spilað,“ sagði Valsarinn Thelma Björk Einarsdóttir þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gærmorgun þar sem hún var við vinnu sína hjá Össuri.

Thelma lék afar vel þegar Valur vann KR, 4:0, í sjöttu umferð Pepsideildarinnar á þriðjudagskvöld á heimavelli Valsliðsins. Hlaut m.a. tvö M í einkunnagjöf Morgunblaðsins fyrir framgöngu sína.

„Ég missti af tveimur leikjum eftir að ég fékk heilahristing í leiknum við Stjörnuna í annarri umferð. Sem betur fer var ég fljót að jafna mig eftir höggið. Því er að þakka að rétt var tekið á málinu frá byrjun,“ sagði Thelma Björk sem finnur í dag ekki fyrir óþægindum vegna höggsins.

Meiðsli í hné hrjáðu Thelmu Björk lengi vel og til að mynda lék hún aðeins 11 af 18 leikjum Vals í Pepsideildinni á síðasta sumri. „Ég hef verið í vandræðum með annað hnéð á mér og hef af þeim sökum gengist undir eina aðgerð vegna krossbandaslits og í þrígang farið í speglun, þá síðustu í október. Hún virðist hafa tekist vel,“ sagði Thelma sem gat þó ekki tekið þátt í undirbúningsleikjum fyrr en komið var fram í apríl. „Ég náði leikjum rétt fyrir mót.“

Viðtalið í heild er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er jafnframt birt úrvalslið Morgunblaðsins úr 6. umferð Pepsi-deildar kvenna ásamt stöðunni í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert