Bikardraumur FH lifir áfram

Stefán Teitur Þórðarson og Guðmundur Kristjánsson eigast við í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson og Guðmundur Kristjánsson eigast við í kvöld. Ljósmynd/Skagafréttir

Bikardraumur FH-inga lifir enn eftir 1:0 sigur liðsins gegn ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í gær. Með sigrinum komst Hafnarfjarðarliðið í undanúrslit Mjólkurbikarsins en liðið lék til úrslita í þessari keppni í fyrra.

<br/><br/>

Skagamenn, sem leika í Inkasso-deildinni, sýndu hvað í þeim býr í síðari hálfleik en það dugði ekki til. Brandur Olsen skoraði eina mark leiksins strax í upphafi leiks – eftir frábæran undirbúning Atla Guðnasonar. 

FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur en heimamenn. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var langt frá því að vera ánægður með upphafið á leiknum hjá sínum mönnum. 

„Við ætluðum að byrja leikinn með pressu á FH-inga og þegar við gerum það af 90% ákefð þá gerast svona hlutir. Við fengum á okkur mark strax í upphafi og það var að sjálfsögðu ekki það sem við lögðum upp með. Í síðari hálfleik vorum við meira með boltann og að mínu mati stjórnuðum við leiknum. Það vantaði að klára færin og skapa betri færi en ég er samt sem áður stoltur af strákunum og þetta er skref í rétta átt hjá okkur,“ sagði Jóhannes Karl. 

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var ánægður með sigurinn og þá staðreynd að FH-ingar eru enn með í keppninni um Mjólkurbikarinn. „Við vitum hvernig það er að fara í úrslit í þessari keppni. Við áttum reyndar ömurlegan úrslitaleik í fyrra gegn ÍBV og það er hungur í okkur að komast alla leið í þessari keppni,“ sagði Davíð en hann var ekkert sérstaklega ánægður með leik FH-liðsins í síðari hálfleiks. 

„Við hefðum getað skorað fjögur til fimm mörk í fyrri hálfleik. Það gerðum við ekki og Skagamenn mættu af krafti í þeim síðar. Þeir voru hættulegir en sköpuðu í sjálfu sér ekki mörg færi. Það var erfitt að leika á blautum vellinum og menn tóku ekki mikla áhættu í þessum aðstæðum. Þetta var góður sigur gegn sterku liði ÍA,“ bætti Davíð Þór við. 

ÍA 0:1 FH opna loka
90. mín. Leik lokið FH sigrar eftir mark á 2 mínútu. Bæði lið líkleg til að skora í lok leiks.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert