Stjarnan á toppinn eftir sigur á botnliðinu

Sindri Þór Guðmundsson sækir að Hilmari Árna Halldórssyni á Nettóvellinum …
Sindri Þór Guðmundsson sækir að Hilmari Árna Halldórssyni á Nettóvellinum í dag. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar

Stjarnan skellti sér á topp Pepsi-deildar karla í knattspyrnu með 2:0-sigri á botnliði Keflavíkur á Nettóvellinum í 12. umferðinni í dag.

Gestirnir voru mikið sprækari allan leikinn og skoruðu fyrsta markið á 15. mínútu en það gerði Guðmundur Steinn Hafsteinsson eftir eftir sendingu frá Guðjóni Baldvinssyni.

Guðjón lagði svo upp annað mark á 27. mínútu er hann renndi boltanum fyrir Hilmar Árna Halldórsson sem kom askvaðandi og þrumaði boltanum í netið, hans 13 deildarmark í sumar. Keflvíkingar voru afleitir í dag og þeim gekk illa að skapa sér færi sem hefur verið vandamál liðsins í allt sumar.

Heimamenn hresstust aðeins við þegar líða fór á leikinn en tókst þó ekki að skora og sigldu Stjörnumenn stigunum þremur heim. Þeir fara jafnframt á topp deildarinnar, eru með 25 stig jafnt og Valur en betri markatölu. Keflvíkingar eru áfram fastir á botninum með þrjú stig.

Keflavík 0:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Alex Þór Hauksson (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert