Meistararnir lögðu Stjörnuna

Leikmenn Þórs/KA fagna einu af þremur mörkum sínum í sigrinum …
Leikmenn Þórs/KA fagna einu af þremur mörkum sínum í sigrinum á Stjörnunni á Þórsvelli í kvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Þór/KA sigraði Stjörnuna 3:1 í mikilvægum leik í 9. umerð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í kvöld. Þór/KA er þá með 23 stig á toppi deildarinnar en Stjarnan situr eftir með 16 stig í fjórða sætinu. Breiðablik er með 21 stig og Valur 19 en viðureign þeirra hófst klukkan 19.15.

Leikurinn fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Stjarnan varð fyrir áfalli á 8. mínútu þegar Harpa Þorsteinsdóttir fór út af vegna meiðsla. Heimakonur í Þór/KA unnu sig inn í leikinn og komust verðskuldað yfir á 22.mínútu þegar Ariana Calderon skoraði með skalla. Eftir það róaðist leikurinn töluvert og staðan 1:0 í hálfleik.

Þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik komust heimakonur í 2:0. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir flotta sókn. Tíu mínútum síðar skoraði Sandra María Jessen þriðja mark Þór/KA eftir góða sendingu frá Stephany Mayor.

Gestirnir úr Garðabænum náðu að klára í bakkann þegar að Anna María Baldursdóttir skoraði með skoti rétt framan við miðju eftir slæm mistök Henrikson í marki Þór/KA. Stjörnukonur komust þó ekki lengra og 3:1 sigur Þór/KA staðreynd.

Þór/KA 3:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Stjörnukonur með þunga sókn hér. Að lokum koma varnarmenn Þór/KA boltanum frá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert