Arnar Már hættir hjá Fylki

Arnar Már Björgvinsson
Arnar Már Björgvinsson mbl.is/Valgarður Gíslason

Knattspyrnumaðurinn Arnar Már Björgvinsson staðfesti á Facebook-síðu sinni í dag að hann væri hættur að leika með Fylki. Arnar kom til Fylkis frá Stjörnunni fyrir síðasta sumar og skoraði þrjú mörk í 16 leikjum í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð.

Arnar varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 og skoraði hann alls 35 mörk í 169 leikjum í öllum keppnum hér á landi. Hann kom við sögu í fjórum leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. 

„Eftir 10 ár í efstu deild þá hef ég ákveðið að nú sé komið að leikslokum. Það liggja margar ástæður að baka þessari ákvörðun en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég ánægður með þessa niðurstöðu mína," skrifar Arnar Már m.a á Facebook. 

mbl.is