„Ég mun að sjálfsögðu stilla upp mínu sterkasta liði“

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar. Ljósmynd/Dave Lee

„Ég er ánægður að við skoruðum þrjú mörk, við hefðum líka getað skorað fleiri. Við fengum heldur ekki mark á okkur sem er algjört lykilatriði. Við erum í góðri stöðu fyrir útileikinn, það er bara hállfiekur í einvíginu núna,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir 3:0 sigur liðsins á Nömme Kalju í undankeppni Evrópudeidarinnar í kvöld.

„Við vissum að þeir yrðu hættulegir í föstum leikatriðum, það er þeirra styrkur og þeir eru með hávaxið lið. En mér fannst við verjast því feikivel í dag. Heilt yfir er ég ánægður að hafa klárað þennan fyrsta heimaleik og nú bíður okkar erfitt verkefni úti.“

Sóknarmennirnir Guðmundur og Þorsteinn Már fóru af velli snemma í seinni hálfleik og Eyjólfur Héðinsson og Jóhann Laxdal komu inná í þeirra stað. Var um varnarskiptingu að ræða?

„Guðmundur og Þorsteinn voru báðir tæpir í náranum og Ævar Ingi veikur. Eyjólfur hefur komið sterkur inn í liðið núna undanfarið og með hann á vellinum gátum við fært Baldur framar. Við héldum góðu jafnvægi í liðinu með Baldur framar á vellinum og svo leysti Jóhann kantstöðuna mjög vel auk þess sem hann var sterkur í föstu leikatriðunum,“ sagði Rúnar.

Hvernig á Rúnar von á að Nömme Kaljuk spili á heimavelli sínum?

„Ég held þeir verði svipaðir heima hjá sér og þeir voru í dag. Þeir munu ekki spila á sínum gervigrasheimavelli heldur á grasvelli sem er UEFA vottaður. En það verður erfitt og þeir eru öflugir og hafa sína styrkleika sem við þurfum að varast. En við sáum í dag að það eru líka með veikleika sem við ætlum að nýta í næstu viku.“

„Ég mun að sjálfsögðu stilla upp mínu sterkasta liði,“ sagði Rúnar að lokum.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla