KA skoraði sigurmark í uppbótartíma

Úr leik liðanna í undanúrslitum Lengjubikarsins síðastliðið vor.
Úr leik liðanna í undanúrslitum Lengjubikarsins síðastliðið vor. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ýmir Már Geirsson skoraði sigurmark í uppbótartíma er KA lagði Grindavík að velli, 2:1, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Grindavíkurvelli í dag.

KA fór með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig og er nú tveimur stigum á eftir Grindvíkingum sem eru með 17 stig í fimmta sætinu.

Hart var barist á Grindavíkurvellinum og bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Alexander Veigar Þórarinsson braut ísinn á 8. mínútu og opnaði jafnframt markareikning sinn í sumar en Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði metin með skallamarki á 31. mínútu eftir aukaspyrnu Hallgríms Mars Steingrímssonar.

Leikurinn var áfram fjörugur eftir leikhlé og á 48. mínútu átti sér stað gífurlega umdeilt atvik. Kristijan Jajalo átti þá afleita spyrnu í marki Grindavíkur, beint á Elfar Árna Aðalsteinsson sem þakkaði fyrir sig og skaut boltanum í netið við mikinn fögnuð KA-manna. Stuttu seinna, í þann mund er Grindvíkingar ætluðu að taka miðju, var markið allt í einu dæmt af en þá hafði KA-maðurinn Hrannar Björn Steingrímsson verið rangstæður nokkru áður en Elfar skoraði markið. Gestirnir voru skiljanlega afar ósáttir með þessa niðurstöðu.

Það var á brattann á sækja fyrir Grindvíkinga þegar Marinó Axel Helgason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 72. mínútu. Þeir voru þó allt eins líklegir til að ná marki eftir það en að lokum tókst KA-mönnum að nýta liðsmuninn og Ýmir Már Geirsson skoraði laglegt sigurmark í uppbótartíma eftir sendingu frá Elfari Árna.

Grindavík 1:2 KA opna loka
90. mín. KA fær hornspyrnu Rennur út í sandinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert