„Í svipuðum standard og hérna heima“

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH-inga.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH-inga. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Klukkan 16:00 í dag mætir FH finnska liðinu FC Lahti fyrra sinni í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn fer fram í borginni Lahti sem er í suðurhluta Finnlands rétt norðan við Helsinki.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagðist hafa kynnt sér liðið vel: „Þeir hafa blöndu af yngri og eldri leikmönnum, finnskum, rússneskum og frá Eystrasaltsríkjunum. Liðið er rétt fyrir neðan hóp allra efstu liða finnsku deildarinnar um þessar mundir. Þeir spila deildarleiki á gervigrasi en Evrópuleiki á grasi. Þeir vilja spila. Þeir hafa verið nokkuð stöðugir fyrir neðan toppinn í deildinni undanfarin ár. Ágætis fótboltalið og á svipuðum standard og við höfum hér heima,“ sagði Ólafur Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann gaf sér stund til að líta upp úr undirbúningi FH-liðsins.

Möguleikarnir eru 50/50

Þegar Ólafur var beðinn um að leggja mat á möguleika FH í einvíginu sagði hann að þrátt fyrir að hann hefði séð liðið spila væri erfitt að segja til um það fyrr en í leikinn sjálfan væri komið: „Maður þarf oft að sjá þá koma inn í leikinn og sjá hvernig maður mætir þeim. En þetta eru bara tveir leikir og Evrópukeppni er þannig að þú þarft að ná úrslitum í tveimur leikjum. Útivallarmark er alltaf gott. Þú þarft að þreifa á þeim í byrjun og sjá hvernig þeir leggja leikinn upp. Verða þeir varnarsinnaðir eða ætla þeir að pressa? Maður þarf að vera undirbúinn fyrir það. Yfirleitt þegar maður mætir liðum frá löndum sem maður hefur ekki mætt áður þarf maður aðeins að þreifa á leiknum. En það eru möguleikar. Það verður bara 50/50 leikur.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »