Vænleg staða Stjörnunnar eftir 3:0 sigur

Þórarinn Ingi Valdimarsson býr sig undir að spyrna boltanum í ...
Þórarinn Ingi Valdimarsson býr sig undir að spyrna boltanum í kvöld. Baldur Sigurðsson fylgist með fyrir aftan. mbl.is/Hari

Stjarnan var ekki í miklum vandræðum með eistneska liðið Nömme Kalju í leik liðanna í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Lokatölur í leiknum urðu 3:0 fyrir Stjörnuna eftir að Garðabæjarliðið var 1:0 yfir í hálfleik.

Frá fyrstu mínútu var Stjarnan stekari aðilinn og eistneska liðið átti nær engin markskot þrátt fyrir ágætisspil á köflum. Fyrsta markið kom á 18. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á markmann Kalju fyrir brot á Guðmundi Steini. Hilmar Árni skoraði úr spyrnunni með góðu skoti. 

Í seinni hálfleik byrjaði Stjarnan af krafti. Á 49. mínútu tók Hilmar Árni aukaspyrnu úti á kanti sem virtist sigla í gegnum alla þvöguna í markið en hafði smá viðkomu í Baldri Sigurðssyni og þá komin í þægilega forystu. Rúnar Páll gerði breytingar á liðinu og freistaði þess að halda skipulagi en þriðja markið lét ekki bíða lengi of lengi á eftir sér. Á 70. mínútu átti Jóhann Laxdal langa sendingu upp völlinn á Guðjón sem var allt í einu einn á auðum sjó og kláraði færið auðveldlega.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 3:0 Nömme Kalju opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 3:0 sigri Stjörnunnar sem var síst of stór miðað við gang leiksins.
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla