Hefur ekki hugmynd um framhaldið

Eysteinn Húni var sáttur með baráttu sinna manna.
Eysteinn Húni var sáttur með baráttu sinna manna. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Í kvöld sigraði Víkingur R. Keflavík 1:0 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var heilt yfir frekar tíðindalítill og ekki mikið fyrir augað. 

Eysteinn Húni Hauksson, sem er starfandi þjálfari Keflavíkur eftir að Guðlaugur Baldursson lét af störfum, sagðist vera sáttur með það hugarfar sem menn mættu með inn í leikinn en saknaði meiri brodds í sóknarleikinn: „Baráttan og það allt saman. Menn gerðu allt sem ég bað um varnarlega. En ég verð að gera meiri kröfur á sóknarmennina í seinni hálfleik. Við reynum ekki á markmanninn í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að segja að það sé ýmislegt jákvætt. En við töpum leiknum. Við verðum að gera meiri kröfur að menn láti til sín taka fyrir framan mark andstæðingana,“ sagði Eysteinn í samtali við mbl.is

Spurður út í framhaldið hjá Keflavík sagðist Eysteinn ekki hafa hugmynd um það: „Ég boðaði þá á æfingu á morgun og ég tek það bara. Þetta er eins og með leikmannamálin. Þetta er ekki í mínum höndum. Ef að ég á að vera eitthvað lengur þá geri ég bara það sem félagið biður mig um að gera.“

Eysteinn Húni Hauksson, til vinstri, er starfandi aðalþjálfari Keflavíkur.
Eysteinn Húni Hauksson, til vinstri, er starfandi aðalþjálfari Keflavíkur. Heimasíða Keflavíkur
mbl.is