Tyrkneskur markaskorari í HK/Víking

HK/Víkingur fær liðsstyrk frá Tyrklandi.
HK/Víkingur fær liðsstyrk frá Tyrklandi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnudeild HK/Víkings hefur gengið frá samningi við tyrkneska framherjann Kader Hancar. Hancar er 18 ára gömul og hefur hún raðað inn mörkunum í heimalandinu undanfarin ár.

Hún lék með Konak Belediyespor í efstu deild Tyrklands á síðustu leiktíð og skoraði þá 30 mörk í 19 deildarleikjum og 44 mörk í 27 leikjum í öllum keppnum. Þar á undan skoraði hún 19 deildarmörk í 18 leikjum með Atasehir Belediyespor.

Hancar hefur spilað með yngri landsliðum Tyrklands og verið drjúg fyrir framan markið. HK/Víkingur er í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar með tíu stig en liðið hefur aðeins skorað átta mörk í níu leikjum á leiktíðinni til þessa.

Fatma Kara, landa Hancar, hefur spilað ansi vel með HK/Víkingi í sumar, en hún er tyrkneskur landsliðsmaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert