Meiðsli gætu aftrað Dagnýju

Dagný Brynjarsdóttir í leik Íslands og Tékklands síðasta haust.
Dagný Brynjarsdóttir í leik Íslands og Tékklands síðasta haust. Ljósmynd/Pavel Jirik

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir gæti spilað með Selfossi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á seinni hluta tímabilsins en þetta staðfesti hún í samtali við Morgunblaðið í gær.

Dagný hefur farið á einn fund með Selfyssingum þar sem farið var yfir stöðuna en hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpum mánuði. Leikmaðurinn er hins vegar að glíma við meiðsli í mjaðmagrind og gætu meiðslin komið í veg fyrir að hún leiki með Selfyssingum í sumar.

„Ef ég verð ekki 100% heil þá mun ég ekki snúa aftur á knattspyrnuvöllinn í sumar. Ég æfði vel á meðan ég var barnshafandi og tók meira að segja æfingu daginn sem ég eignaðist barnið. Ég var svo mætt aftur á æfingu, fjórum dögum eftir barnsburð þannig að ég er í góðu formi. Ég vil hins vegar ná mér alveg góðri af meiðslunum, áður en ég sný aftur á völlinn. Ég ætla mér ekki að taka neina áhættu með þetta,“ sagði Dagný að lokum í samtali við Morgunblaðið. bjarnih@mbl.is

L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla