Eysteinn Húni tekur við Keflavík

Eysteinn Húni Hauksson (t.v.) og fyrrverandi þjálfari Keflavíkur, Guðlaugur Baldursson …
Eysteinn Húni Hauksson (t.v.) og fyrrverandi þjálfari Keflavíkur, Guðlaugur Baldursson (t.h.). Heimasíða Keflavíkur

Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn yfirþjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur og tekur við af Guðlaugi Baldurssyni sem hætti þjálfun liðsins fyrr í vikunni. Eysteini til aðstoðar verður Ómar Jóhannsson.

Eysteinn hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks hjá Keflavík um nokkurt skeið og stýrði liðinu í síðasta leik, 1:0-tapi gegn Víking, en liðið situr í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig, átta stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur Keflavíku er gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi.

Talið var að Keflavík hafi átt í viðræðum við Englendinginn Gregg Ryder en enginn fótur var fyrir þeim orðrómum að sögn Sigurðar Garðarssonar, formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur. Það var vilji félagsins að ráða þjálfara sem hefur verið hluti af uppbyggingarstarfi félagsins og var því samið við Eystein en samningurinn gildir út tímabilið. Að því loknu verður staða félagsins metin að nýju.

Yfirlýsing knattspyrnudeildar Keflavíkur í heild sinni

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur ákveðið að leita til Eysteins Húna Haukssonar um að taka að sér yfirþjálfun knattspyrnuliðs Keflavíkur. Honum til aðstoðar verður Ómar Jóhannsson.

Ráðning þessi er gerð í þeim tilgangi að halda áfram því uppbyggingarstarfi sem Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ákveðið að viðhafa við uppstillingu á keppnisliðum sínu. Það er mikil auður falin í ungu fólki sem alist hefur upp í öflugu barna- og unglingastarfi Keflavíkur, og nú býðst þeim tækifæri til að það sýna sem í þeim býr.

Eysteinn hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks um nokkurt skeið, en auk þess hefur hann gengt stóru lykil hlutverki við uppbyggingu á þeim ungu leikmönnum sem nú eru að fá tækifæri til að leika með liðinu í efstu deild.

Fyrir þessu verkefni ber stjórn Keflavíkur fullt traust til þeirra Eysteins og Ómars, og mun vinna að kappi með þeim um að halda áfram uppbyggingunni og sækja áfrangur í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert