Fimm KR-mörk í Egilshöll

Oddur ingi Guðmundsson og Pálmi Rafn Pálmason í Egilshöllinni í …
Oddur ingi Guðmundsson og Pálmi Rafn Pálmason í Egilshöllinni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Í Egilshöll í kvöld mættust Fylkir og KR í 12. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn endaði með 5:2 sigri KR í fjörugum og skemmtilegum leik.

Leikurinn fór heldur betur vel af stað fyrir KR. Pálmi Rafn Pálmason kom KR yfir á 6. mínútu eftir sendingu frá Kennie Chopard. Mínútu seinna bætti André Bjerregaard við öðru marki fyrir KR eftir að hafa fylgt á eftir skoti Pálma Rafns. Á 15 mínútu minnkaði Daði Ólafsson muninn fyrir Fylki með marki beint úr aukaspyrnu.

André Bjerregaard skoraði aftur fyrir KR á 22. mínútu og kom KR í 3:1. Pálmi Rafn bætti síðan við fjórða markinu fyrir KR á 29. mínútu. Ekkert mark var skorað það sem eftir var fyrri hálfleiks.

Fylkir kom betur inn í seinni hálfleikinn en þann fyrri. Þeir áttu nokkur góð færi en þeim tókst ekki að minnka muninn fyrr en á 87. mínútu með marki frá Ásgeiri Eyþórssyni. KR-ingar voru þó ekki hættir og á 90 mínútu skoraði Kennie Chopart fimmta mark KR.

Lokatölur 5:2 fyrir KR sem er eftir leikinn komið í sjötta sæti með 17 stig. Fylkir hefur aftur á móti tapað fjórum leikjum í röð og er sem stendur í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig. 

Fylkir 2:5 KR opna loka
90. mín. Kennie Chopart (KR) skorar 2:5 Kennie Chopart skorar af stuttu færi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert