Keflavík búin að ræða við Gregg Ryder

Gregg Ryder tekur líklega við Keflavík.
Gregg Ryder tekur líklega við Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðræður á milli knattspyrnudeildar Keflavíkur og Englendingsins Gregg Ryder hafa átt sér stað og gæti Ryder tekið við stjórn karlaliðs félagsins. Þetta herma áreiðanlegar heimildir mbl.is.

Fyrr í mánuðinum komust Keflavík og Guðlaugur Baldursson að samkomulagi um að Guðlaugur hætti þjálfun liðsins og hefur Eysteinn Húni Hauksson verið við stjórn Keflavíkur síðan, m.a er liðið mætti Víkingi síðastliðinn föstudag.

Gregg Ryder stýrði Þrótti með góðum árangri, áður en hann lét af störfum stuttu fyrir Íslandsmótið vegna ágreinings við stjórn félagsins. Þar á undan var hann aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert