Heilt lið hverfur vestur um haf

Blikakonan Selma Sól Magnúsdóttir er á meðal þeirra sem fer …
Blikakonan Selma Sól Magnúsdóttir er á meðal þeirra sem fer út í nám. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hið undursamlega samband við fótboltann skiptist í ákveðna fasa á lífsleiðinni. Fasinn sem situr oftast fastast í minninu og sinninu er þá er við lékum okkur sjálf með boltann. Boltavinir setjast að í hjörtum og minningabókin gildnar. Það eru ósköp fáir sem upplifa það að spila fótbolta á hæsta getustigi og enn færri sem geta lifað af tuðrusparkinu einu saman.

Líkurnar eru mun minni að kona sem verður atvinnumaður í fótbolta muni geta lifað á tekjum tengdum knattspyrnunni en karl í sömu vinnu. Áður en við vitum af er sambandinu lokið við ástina í lífinu (fótboltann) og þá hefst sjaldan hæfadderí heldur tekur blákaldur og berstrípaður veruleikinn við. Þá er betra að hafa nýtt tímann og vera tilbúinn í nýtt og öllu alvarlegra lið á vinnumarkaðnum.

Pepsi-deild kvenna er ekki eina deildin í Skandinavíu sem getur státað af því að hafa sent stúlkur í víking til Bandaríkjanna, allir eru að gera það gott. Nú til dags tökum við meira eftir þessu af því fjöldinn er að skera stóra sneið í leikmannahópinn. Ef við höfum 10 lið með 23 leikmönnum í efstu deild kvenna þá erum við að senda heilt lið í háskólanám síðsumars. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst eru 24 leikmenn á förum á næstu dögum og vikum vegna náms erlendis.

Sjáðu greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert