Skilnaðarkveðjur strákanna til Heimis

Leiðtogarnir Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson faðmast eftir síðasta …
Leiðtogarnir Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson faðmast eftir síðasta leik Íslands á HM 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heim­ir Hall­gríms­son er hætt­ur sem landsliðsþjálf­ari karlaliðsins í fót­bolta eftir sjö farsæl ár í starfi og hafa ófáir nýtt tækifærið til að kasta kveðju á hinn ástsæla fráfrandi þjálfara okkar.

Þar á meðal hafa nokkrir leikmenn landsliðsins verið að senda Heimi kveðjur á Instagram-síðum sínum þar sem þeir þakka honum fyrir samvinnuna og það traust sem hann bar til þeirra í gegnum ævintýri liðsins á bæði Evrópu- og heimsmeistaramótunum.

Heim­ir var landsliðsþjálf­ari er liðið keppti í loka­keppni EM og loka­keppni HM í fyrsta skipti. Síðasti leik­ur Heim­is var á móti Króa­tíu í loka­keppni HM í Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert