Þeir verða mun ákveðnari en heima

Valsmenn léku afar vel í fyrri leiknum.
Valsmenn léku afar vel í fyrri leiknum. mbl.is/Hari

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu, á ekki von á neinu vanmati frá leikmönnum Rosenborg þegar félögin mætast í síðari leik liðanna í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld í Þrándheimi. Fyrri leik liðanna lauk með 1:0-sigri íslenska liðsins á Hlíðarenda þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og Valsmenn eru því í góðri stöðu.

„Stemningin í hópnum er mjög góð. Strákarnir eru mjög yfirvegaðir og rólegir. Allir eru heilir og við hlökkum mikið til leiksins. Ég á fastlega von á því að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og fyrri leikurinn gegn þeim á Hlíðarenda. Það er að segja að þeir verði meira með boltann og við liggjum til baka og reynum að sækja hratt á þá. Þeir eru sterkari á heimavelli en á útivelli og við erum meðvitaðir um það.“

Viðtalið við Sigurbjörn má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert