Markalaust en FH komið áfram

Úr leiknum í Kaplakrika í kvöld.
Úr leiknum í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Arnþór

FH og Lahti frá Finnlandi gerðu markalaust jafntefli í síðari leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. FH er komið áfram í næstu umferð eftir 3:0-sigur í fyrri leiknum á útivelli.

Leikurinn fór frekar fjörlega af stað og skiptust liðin á að sækja og búa til hættu við mark hvors annars. Eftir því sem leið á hálfleikinn róaðist leikurinn hins vegar og fátt markvert gerðist. Staðan í hálfleik var því markalaus, en FH-ingar í góðum málum eftir fyrri leikinn.

Síðari hálfleikurinn var svipaður og sá fyrri, en Atli Guðnason fékk besta færið á 59. mínútu er hann fékk boltann inn í markteignum eftir fallega fyrirgjöf frá Viðari Ara Jónssyni en Atli setti boltann yfir markið.

Finnska liðið var ekki nálægt því að skora í leiknum og tryggði FH sér því sæti í næstu umferð með afar sannfærandi sigri í einvíginu. FH mætir Hapoel Haifa frá Ísrael í næstu umferð.

FH 0:0 Lahti opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert