Karl og Víðir leystir undan samningum

Karl Brynjar Björnsson.
Karl Brynjar Björnsson. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Karl Brynjar Björnsson og Víðir Þorvarðarson hafa fengið samningum sínum við knattspyrnudeild Þróttar Reykjavíkur rift en samningar þeirra áttu að gilda út tímabilið 2018.

Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Karl Brynjar lék níu leiki fyrir Þrótt á leiktíðinni en hann hefur verið hjá félaginu síðan 2012 og leikið 123 leiki á þeim tíma. Karl Brynjar hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. 

Víðir kom til Þróttar frá Fylki fyrir keppnistímabilið 2017 og hefur leikið 30 leiki í deild og bikar frá því hann kom og skorað í þeim 3 mörk. Víðir er uppalinn í ÍBV og á m.a. að baki einn landsleik með U21 liðinu og 112 leiki í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert