Frábær þróun fyrir íslenska kvennaknattspyrnu

Hildur Antonsdóttir er búin að spila vel í sumar.
Hildur Antonsdóttir er búin að spila vel í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hildur Antonsdóttir hefur verið lykilmaður í liði HK/Víkings í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu síðan hún kom til félagsins frá Breiðabliki að láni um miðjan maí. Hún var frábær í 3:1-sigri liðsins á FH í 10. umferð Pepsi-deildarinnar og fiskaði vítaspyrnu í leiknum ásamt því að skora. Hún uppskar 2 M fyrir frammistöðu sína og er sá leikmaður sem Morgunblaðið hefur til umfjöllunar eftir 10. umferð deildarinnar.

„Við byrjuðum ekki nægilega vel á móti FH en okkur tókst að vinna okkur vel inn í leikinn. Það vantaði aðeins upp á kraftinn og baráttuna til að byrja með en við löguðum það í hálfleik og það skilaði okkur sigrinum í lokin. Við vitum allar hvað við getum og við höfum alltaf haft mikla trú á verkefninu. Gengi okkar í sumar hefur því ekki komið okkur sjálfum á óvart, þótt aðrir séu kannski undrandi yfir því. Deildin er jafnari en oft áður sem er bara jákvætt. Það eru fleiri alvöru leikir núna en oft áður og það er frábær þróun.“

Sjáðu viðtalið við Hildi í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er einnig birt úrvalslið 10. umferðar Pepsi-deildar kvenna og staðan í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert