Breiðablik og Stjarnan leika til úrslita

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur hennar fagna fyrsta marki leiksins.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur hennar fagna fyrsta marki leiksins. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fótbolta með 2:0-sigri á Val á heimavelli sínum í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum.

Breiðablik fór vel af stað og kom fyrsta mark leiksins eftir aðeins fimm mínútur. Ásta Eir Árnadóttir átti þá fallega sendingu fram völlinn, beint á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur sem kláraði vel með vippu yfir Söndru Sigurðardóttur í marki Breiðabliks.

Sóknir Breiðabliks það sem eftir lifði hálfleiksins voru hættulegri en hjá Val, en án þess þó að skapa mjög gott marktækifæri. Valskonum gekk illa að ógna marki Blika og Fanndís Friðriksdóttir komst lítið inn í leikinn. Staðan var því markalaus í hálfleik.

Breiðablik fór aðeins aftar á völlinn í síðari hálfleik og leyfði Valskonum að vera meira með boltann. Val tókst illa að skapa sér alvöru færi á meðan Breiðablik reyndi að sækja hratt. Á 76. mínútu kom annað mark Breiðabliks. Selma Sól Magnúsdóttir átti þá fallega stungusendingu á Berglindi sem kláraði af miklu öryggi framhjá Söndru.

Fátt markvert gerðist eftir annað markið og sanngjarn sigur Breiðabliks í höfn.

Breiðablik 2:0 Valur opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert