Duttum niður og komumst ekki upp aftur

Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Fylkis í baráttu.
Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Fylkis í baráttu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við byrjum rosalega vel og skorum mark en þá bætti Stjarnan aðeins í hjá sér og fékk strax mark en við einhvern veginn duttum þá aðeins niður og náðum ekki að komast aftur í gang svo Stjarnan yfirtók leikinn,“ sagði  Berglind Rós Ágústsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 9:1 tap fyrir Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppninnar í dag.

Fylkiskonur lögðu efstu deildarlið ÍBV og HK/Víking í bikarkeppninni og náðu í 8-liða úrslit en Garðbæingar voru of stór biti.  „Við erum rosalega ánægðar með að komast svona langt í bikarnum en mættum góðu liði Stjörnunnar, sem er sterkt sóknarlið og klárar öll færin sín, aðeins of stór biti fyrir okkur.   Það ýtti við okkur að ná svona langt og við ætlum að fara upp í efstu deild, bætti fyrirliðin við og lagði þunga áherslu á hvert orð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert