Fleiri skemmtilegir leikir en oft áður

Birkir Már Sævarsson og Hilmar Árni Halldórsson gætu barist um …
Birkir Már Sævarsson og Hilmar Árni Halldórsson gætu barist um Íslandsmeistaratitilinn til síðustu umferðar með Val og Stjörnunni. mbl.is/Hari

Það stefnir allt í að úrslitin á Íslandsmóti karla í knattspyrnu muni ráðast í lokaleikjum sumarsins, á toppi jafnt sem botni. Á sama tíma í fyrra hafði topplið Vals þriggja stiga forskot á Grindavík og sex stiga forskot á Stjörnuna sem var í þriðja sæti deildarinnar. Landslagið í deildinni í ár er allt öðruvísi, en Íslandsmeistarar Vals eru í öðru sæti deildarinnar með 25 stig líkt og Stjarnan en með lakari markatölu en Garðbæingar.

Þá er hart barist á botni deildarinnar en tölfræðilega geta öll liðin í deildinni ennþá fallið. Keflvíkingar þurfa þó á einhverju meira og stærra en kraftaverki að halda, ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni. Bráttan um það, hvaða lið mun fylgja þeim niður um deild, verður á milli þriggja liða sem þekkja það öll ágætlega að vera í baráttu fyrir lífi sínu. Þá er baráttan um þriðja Evrópusætið afar hörð og stendur hún kannski helst á milli fjögurra liða.

Gæðin í deildinni hafa farið upp á við á milli ára og það eru fleiri skemmtilegir leikir í deildinni í ár en oft áður. Leikmenn liðanna virðast líka vera bæði betur spilandi og í betra formi en oft áður og því leiðinlegt hversu dræm mætingin hefur verið á marga leiki í sumar.

Tímabilið er hins vegar bara hálfnað og það er nóg eftir af þessu. Vonandi halda leikmenn deildarinnar áfram á sömu braut og það er óskandi að veðurguðirnir færi okkur betra veður í júlí og ágúst og þar af leiðandi betri mætingu hjá stuðningsmönnum liðanna, því leikmennirnir eiga það skilið.

Sjá greinina í heild og  úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert