Stjarnan í úrslit eftir stórsigur

Stjörnukonur fagna einu af fjölmörgum mörkum sínum í Árbænum í …
Stjörnukonur fagna einu af fjölmörgum mörkum sínum í Árbænum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan rótburstaði Fylki í undanúrslitunum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, á gervigrasvelli Fylkis í dag, 9:1. Í úrslitaleiknum bíður annaðhvort Breiðablik eða Valur.

Það voru heimakonur í Fylki, sem leika í 1. deildinni, sem skoruðu fyrsta mark dagsins en það gerði Thelma Lóa Hermannsdóttir á 19 .mínútu. Eftir það tók svo úrvalsdeildarlið Stjörnunnar öll völd á vellinum.

Telma Hjaltalín jafnaði metin þremur mínútum síðar áður en Harpa Þorsteinsdóttir skorað tvö mörk á tveimur mínútum, 26. og 27., til að kóróna frábæran kafla gestanna. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir bætti svo við fjórða markinu rétt fyrir hálfleik.

Heimakonur skoruðu sjálfsmark skömmu eftir leikhlé áður en Harpa innsiglaði þrennu sína á 67. mínútu og Guðmunda Brynja Óladóttir bætti við á 75. mínútu. Þórdís Hrönn skoraði svo sitt annað mark skömmu fyrir leikslok og rak smiðshöggið á stórsigurinn.

Stjarnan mun næst mæta annaðhvort Breiðabliki eða Val í úrslitaleiknum sem fram fer á Laugardalsvelli 18. ágúst. Þau lið mætast nú klukkan 16 og hægt er að fylgjast með þeim leik hér.

Fylkir 1:9 Stjarnan opna loka
90. mín. Uppbótartími, lítið í gangi enda leikurinn löngu búinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert