„Mikilvægur hlekkur“

Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, var besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmótsins, …
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, var besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmótsins, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason

„Guðjón er auðvitað gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og leikstíl okkar. Hann er gríðarlega ósérhlífinn og vinnusamur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, en Guðjón Baldvinsson er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla hjá Morgunblaðinu og efstur í einkunnagjöf blaðsins.

Guðjón Baldvinsson hefur oft skorað meira en hann hefur gert á þessu keppnistímabili. Á móti kemur hefur hann átt drjúgan þátt í flestum mörkum Stjörnunnar og ef hann hefur ekki lagt þau upp sjálfur hefur hann komið að þeim með öðrum hætti. Rúnar sagðist mjög ánægður með þennan þátt í leik Guðjóns „Maðurinn er byrjaður að leggja upp urmul af mörkum. Hann er ekki alltaf að fókusa á að skora sjálfur og það gerir hann enn betri og hættulegri.“

Sjá umfjöllun um besta leikmann og úrvalslið fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert