Fjörugt jafntefli í Grafarvogi

Fjölnismenn fagna marki Birnis í dag.
Fjölnismenn fagna marki Birnis í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölnir og ÍBV mættust í dag á Extra-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn endaði með 1:1 jafntefli í fjörugum og skemmtilegum leik.

Leikurinn fór frekar rólega af stað. Bæði lið voru að þreifa hvort á öðru og átta sig á vallaraðstæðum. Fjölnir tók þó smátt og smátt völdin á vellinum og átti nokkrar góðar tilraunir eftir hornspyrnur og löng innköst. Á 38. mínútu kom Birnir Snær Ingason í Fjölni yfir með skoti rétt fyrir utan teiginn eftir að skot Ægis Jarls Jónassonar hrökk til hans. Besta færi ÍBV í fyrri hálfleik kom tveimur mínútum eftir að þeir lentu undir. Kaj Leo lék þá illa á varnarmenn ÍBV og lagði boltann í teiginn. Eftir mikinn darraðardans barst boltinn til Atla Arnarssonar en skot hans var varið á línu.

Seinni hálfleikurinn var opinn og skemmtilegur. Á 70. mínútu jafnaði Gunnar Heiðar Þorvaldsson úr vítaspyrnu efir að brotið hafði verið á Sigurði Arnari Magnússyni. Þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir á báða bóga tókst hvorugu liðinu að setja sigurmarkið. Niðurstaðan því 1:1 jafntefli.

Eftir leikinn eru liðin í níunda og tíunda sæti Pepsi-deildarinnar, bæði með 13 stig.

Fjölnir 1:1 ÍBV opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert