Þór/KA með sigur í fjörugri markaveislu í Fossvogi

Andrea Mist Pálsdóttir í leiknum í dag.
Andrea Mist Pálsdóttir í leiknum í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það vantaði ekki dramatíkina, hraðann og spennuna þegar Þór/KA vann góðan útisigur á HK/Víkingum, 5:2, á Víkingsvelli í Pepsi-deild kvenna í dag.

Þór/KA komst þar með í efsta sætið á ný með 29 stig en Breiðablik er með 27 stig og á leik til góða. HK/Víkingur er áfram í 5. sæti með 13 stig.

Völlurinn var blautur og sviðið því tilvalið fyrir hraðan leik. Það tók Þór/KA aðeins 5 mínútur að skora fyrsta markið og var þar á ferð Stephany Mayor. En strax mínútu síðar jafnaði Hildur Antonsdóttir með þrumuskalla eftir hornspyrnu. Þór/KA var örlítið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en liðið þurfti að bíða þar til á 42. mínútu til að komast aftur yfir. Þá skoraði Andrea Mist með glæsilegu langskoti sem söng í netinu.

Í upphafi seinni hálfleiks var svo komið að Huldu Ósk Jónsdóttur að skora úr langskoti af svipuðu færi og staðan því orðin 1:3 fyrir Þór/KA. En þá hrökk HK/Víkingur í gírinn og sótti í sig veðrið. Hildur Antonsdóttir jafnaði metin verðskuldað á 60. mínútu með marki af stuttu færi og margt benti til þess að HK/Víkingar myndu ná að jafna. En Sandra María Jessen vildi hlutina öðruvísi og kom Þór/KA í 2:4 ein gegn markmanni. Í blálokin innsiglaði Stephany Mayor svo sigurinn með skoti úr teignum.

HK/Víkingur 2:5 Þór/KA opna loka
90. mín. Stephany Mayor (Þór/KA) skorar 2:5 Rut rennir boltanum út í teiginn á Stephanie sem skorar með öruggu skoti í hornið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert