Mögulegir andstæðingar Stjörnunnar og FH

Stjarnan hafði betur gegn Nömme Kalju í fyrstu umferðinni.
Stjarnan hafði betur gegn Nömme Kalju í fyrstu umferðinni. mbl.is/Hari

Dregið var til 3. umferðarinnar í Evrópudeild UEFA í dag og er nú ljóst hverjum íslensku liðin Stjarnan og FH geta mætt, takist þeim að komast áfram úr 2. umferðinni.

Stjarnan mætir stórliði FC København frá Danmörku í fyrri leik liðanna á fimmtudaginn kemur í 2. umferðinni og fari svo að Garðbæingar komist áfram, bíður þeirra einvígi gegn annaðhvort CSKA-Sofia frá Búlgaríu eða Admira Wacker Mödling frá Austurríki.

FH-ingar eru á leiðinni til Ísrael að etja kappi við Hapoel Haifa og bítast þau lið um að komast áfram í þriðju umferðina. Þar mætir sigurliðið annaðhvort Atalanta frá Ítalíu eða Sarajevo frá Bosníu.

Eins og kom fram fyrr í dag geta Valsarar, nái þeir að leggja Santa Coloma frá Andorra í ann­arri um­ferð Evr­ópu­deild­ar­inn­ar, mætt í 3. umferð tapliðinu úr ein­vígi Shkëndija frá Makedón­íu og Sheriff frá Moldóvu í Meist­ara­deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert