Danska stórliðið of sterkt fyrir Stjörnuna

Hilmar Árni Halldórsson umkringdur af leikmönnum FC København í Garðabænum …
Hilmar Árni Halldórsson umkringdur af leikmönnum FC København í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Valgardur

FC Köbenhavn vann sanngjarnan 2:0-sigur á Stjörnunni í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik keyrðu gestirnir yfir Stjörnuna á fyrstu mínútum síðari hálfleiks og nægði það til sigurs. 

Gestirnir frá Danmörku reyndu mikið að spila sig í gegnum miðja vörn Stjörnunnar en það gekk illa. Í hvert skipti sem leikmaður Kö­ben­havn fékk boltann innan teigs voru nokkrir Stjörnumenn mættir til að stöðva það sem stöðva þurfti.

Hinum megin reyndi Stjarnan að sækja hratt þegar tækifæri gafst og úr urðu fín tækifæri. Guðjón Baldvinsson fékk það besta en hann skaut rétt framhjá úr fínu færi innan teigs. Staðan í hálfleik var hins vegar markalaus.

Gestirnir gerðu tvöfalda breytingu í hálfleik og kom Viktor Fischer m.a inn á. Hann lét strax vita af sér og var hættulegur. Á 52. mínútu átti hann fyrirgjöf og Kenan Kodro skallaði í netið, óvaldaður í markteignum og kom Köbenhavn yfir.

Fischer skoraði annað markið sjálfur er hann fékk boltann innan teigs á 58. mínútu, tók snögga gabbhreyfingu og skoraði með fallegu skoti í fjærhornið og staðan orðin 2:0. Eftir markið slökuðu gestirnir á og fengu Stjörnumenn nokkur fín tækifæri hinum megin, án þess þó að skapa sér mjög gott færi og urðu lokatölur því 2:0.

Stjarnan 0:2 Köbenhavn opna loka
90. mín. Viktor Fischer (Köbenhavn) á skot framhjá Varnarmenn Stjörnunnar bökkuðu og bökkuðu og buðu Fischer í gott færi. Sem betur fer hitti hann ekki markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert