Þór/KA lagði ÍBV og skaust á toppinn

Þór/KA vann 2:1-sigur gegn ÍBV á Hásteinsvelli í fyrri leiknum.
Þór/KA vann 2:1-sigur gegn ÍBV á Hásteinsvelli í fyrri leiknum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þór/KA tók á móti ÍBV í fyrsta leik tólftu umferðar Pepsi-deildar kvenna í dag. Leikið var í mígandi rigningu og voru áhorfendur óvenjufáir, ekki nema 234. Þór/KA vann að lokum 2:0-sigur.

Ekki var mikið um tilþrif í fyrri hálfleiknum og rólegt yfir spilamennsku liðanna. Eitt mark leit dagsins ljós en það skoraði Arna Sif Ásgrímsdóttir með skalla eftir hornspyrnu frá Andreu Mist Pálsdóttur.

Þór/KA tók öll völd á vellinum í byrjun síðari hálfleiks og bætti Hulda Björg Hannesdóttir við marki eftir aðra hornspyrnu. Eftir markið fóru Eyjakonur að færa sig upp á skaftið en varnarleikur Þórs/KA var afar þéttur og fundust engar glufur á múrnum þeirra. Smám saman fjaraði svo leikurinn út án teljandi tíðinda og Þór/KA tyllti sér enn og aftur á toppinn í deildinni.

Þór/KA er nú með 32 stig en Breiðablik er með 30 stig og á leik til góða gegn HK/Víkingi á þriðjudaginn. ÍBV er áfram í fimmta sæti með 14 stig.

Þór/KA 2:0 ÍBV opna loka
90. mín. Sandra María Jessen (Þór/KA) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert