Óvæntur sigur KR á meisturunum

KR-ingar fagna í kvöld.
KR-ingar fagna í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

KR vann gríðarlega óvæntan 2:1-sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Þór/KA mistókst því að komast í toppsæti deildarinnar. 

KR spilaði fyrri hálfleikinn gríðarlega vel. Þór/KA náði ekki að skapa eins mikið og oft áður og hinum megin voru skyndisóknir KR-inga hættulegar. Fyrsta markið kom úr óvæntri átt, en bakvörðurinn Tijana Krstic skoraði á 17. mínútu og kom KR yfir. Hún lét þá vaða upp á vinstri kantinum og boltinn fór yfir Stephanie Bukovec í markinu og í netið.

Þór/KA tók við sér næstu mínútur og fékk Stephany Mayor gott færi er hún komst inn í sendingu og var ein á móti Ingibjörgu Valgeirsdóttur en markmaðurinn varði vel frá henni og var staðan í hálfleik 1:0.

Mayor komst aftur nálægt því að skora á 53. mínútu en Ingibjörg varði fínt skot hennar glæsilega og sá til þess að KR hélt forystunni. Sú forysta breyttist í tveggja marka forystu á 70. mínútu er Mia Gunter skoraði alveg eins mark og Krstic gerði í fyrri hálfleik. Þór/KA minnkaði hins vegar muninn mínútu síðar eftir herfileg mistök Ingibjargar í markinu.

Þór/KA sóttu nokkuð eftir markið en KR hélt út og nældi í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. 

KR 2:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Aðeins uppbótartíminn eftir. Þetta yrði magnaður sigur fyrir KR.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert