„Þetta var rán“

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga.
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var bara rán af okkar hálfu,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfyssinga, við mbl.is eftir sigur liðsins gegn FH 1:0 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í kvöld.

Með sigrinum fóru nýliðar Selfyssinga upp um tvö sæti og eru nú í 5. sæti deildarinnar með 15 stig.

„Þessi frammistaða er ekki boðleg af okkar hálfu ef við ætlum okkur að hanga uppi í þessari deild en að sama skapi voru þetta risastig sem við tryggðum okkur hér í kvöld. Þrátt fyrir að FH hafi ráðið ferðinni megnið af leiknum fengum við ekki mörg færi á okkur og ég er auðvitað ótrúlega hamingjusamur að hafa náð í þrjú stig út úr þessum leik eins og hann spilaðist.

FH-liðið er miklu betra heldur en staðan á töflunni segir til um en svona getur fótboltinn oft verið grimmur. Við vorum lélegra liðið en lönduðum sigri engu að síður,“ sagði Alfreð.

mbl.is