Valskonur heppnar í Víkinni

Crystal Thomas og Kader Hancar eigast við í kvöld.
Crystal Thomas og Kader Hancar eigast við í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

HK/Víkingur tók á móti Val í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 2:1-sigri gestanna.

Karólína Jack kom heimakonum yfir strax á 9. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin fyrir gestina, sjö mínútum síðar, eftir frábæra stungusendingu Elínar Mettu Jensen og staðan því 1:1 í hálfleik.

Guðrún Karítas reyndist svo hetja Valskvenna þegar að hún skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu. Nýkomin inn á sem varamaður. Hlín Eiríksdóttir átti sendingu frá hægri sem Dóra María skallaði fyrir fætur Guðrúnar og hún setti boltann í stöngina og þaðan fór hann í Björk, markmann heimakvenna, og í netið og lokatölur því 2:1 fyrir Valskonur.

HK/Víkingur er í sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig, fjórum stigum frá fallsæti en Valskonur eru í þriðja sætinu með 26 stig, 8 stigum frá toppliði Breiðabliks sem gerði jafntefli við ÍBV í Eyjum fyrr í kvöld.

HK/Víkingur 1:2 Valur opna loka
90. mín. Elín Metta Jensen (Valur) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert