Torsóttur Stjörnusigur í Árbænum

Jóhann Laxdal og Emil Ásmundsson eigast við í kvöld.
Jóhann Laxdal og Emil Ásmundsson eigast við í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan vann torsóttan 2:0 sigur á Fylki í leik liðanna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Floridana-vellinum í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn endaði markalaus þótt hann væri uppfullur af hraða og spennu. Stjörnumenn voru ívið sterkari aðilinn en bæði lið fengu færi til að brjóta ísinn.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri en Fylkismenn sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn. Eftir um 70 mínútna leik þegar Fylkismenn höfðu sótt talsvert fékk Elís Rafn Björnsson svo rautt spjald fyrir groddaralegt brot.

Þá varð róðurinn þungur og Stjörnumenn sóttu til sigurs. Varamaðurinn Guðmundur Steinn braut ísinn með laglegu marki. Stuttu síðar fékk Stjarnan svo vítaspyrnu eftir skyndisókn en markahæsti leikmaður Íslandsmótsins, Hilmar Árni Halldórsson, skaut fram hjá úr vítaspyrnunni.

Á lokamínútunni innsiglaði svo Guðmundur Steinn sigurinn með öðru marki sínu sem var skot af stuttu færi eftir sendingu frá Þorsteini Má.

Fylkir 0:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) skorar 0:2 Guðmundur skorar af stuttu færi eftir sendingu eða skot frá Þorsteini Má.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert