KA ekki í vandræðum með Keflavík

Keflvíkingar voru niðurlútir eftir leik.
Keflvíkingar voru niðurlútir eftir leik. Ljósmynd/Víkurfréttir/Páll

KA vann öruggan 3:0-sigur á Keflavík í 16. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Nettóvellinum í kvöld.

Norðanmenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og uppskáru tvö mörk fyrir hlé. Fyrst braut Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur á Vladimir Tufegdzic innan teigs og átti Pétur Guðmundsson dómari ekki annarra kosta völ en að dæma vítaspyrnu.

Elfar Árni Aðalsteinsson steig á punktinn og skoraði af öryggi. Sjö mínútum síðar eða eftir hálftíma leik skoraði svo Ásgeir Sigurgeirsson frábært mark er hann lék á tvo varnarmenn og sendi boltann hnitmiðað í bláhornið hægra megin.

Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en engu að síður voru það gestirnir sem héldu áfram að skora. Þeir fengu aðra vítaspyrnu á 57. mínútu þegar Rúnar Þór Sigurgeirsson braut klaufalega á Ásgeiri Sigurgeirssyni. Aftur steig Elfar Árni á punktinn og skoraði hann af öryggi.

Keflavík 0:3 KA opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert