Fyrstir að skora hjá Gunnleifi í fyrri hálfleik

Gunnleifur Gunnleifsson hélt hreinu í fyrri hálfleik í fyrstu 15 …
Gunnleifur Gunnleifsson hélt hreinu í fyrri hálfleik í fyrstu 15 leikjum Blika í deildinni í ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Víkingar urðu rétt í þessu fyrstir til að skora hjá Gunnleifi Gunnleifssyni, markverði Breiðabliks, í fyrri hálfleik í leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar.

Geoffrey Castillion kom Víkingum yfir á 30. mínútu, 1:0, í viðureign liðanna á Víkingsvellinum. Þetta er aðeins 10. markið sem Breiðablik og Gunnleifur fá á sig á tímabilinu en hin níu hafa öll komið í seinni hálfleik.

Fram að þessu höfðu Blikar fyrst fengið á sig mark á 48. mínútu í leik á tímabilinu en það var gegn ÍBV í fyrstu umferðinni í vor. Blikar jöfnuðu hins vegar rétt í þessu með marki Viktors Arnar Margeirssonar, hans fyrsta mark í efstu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert