Ólafsvíkingar töpuðu dýrmætum stigum

Ólafsvíkingar fá Selfyssinga í heimsókn í kvöld.
Ólafsvíkingar fá Selfyssinga í heimsókn í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Víkingur Ó. varð að sætta sig við 1:1-jafntefli gegn Selfossi á Ólafsvíkurvelli í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Ólafsvíkingar hefðu með sigri getað, tímabundið hið minnsta, hirt toppsæti deildarinnar og það voru þeir sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Nacho Heras gerði það eftir rúmlega hálftíma leik eftir hornspyrnu frá Kwame Quee.

Selfyssingar, sem voru búnir að tapa fjórum í röð fyrir leik kvöldsins, voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og þeim tókst að kreista fram stig með marki í síðari hálfleik. Ingi Rafn Ingibergsson átti þá fyrirgjöf inn í teig sem Emir Dokara skallaði í eigið net, staðan orðin 1:1 og þar við sat.

Víkingur Ó. fer upp upp fyrir HK og í annað sætið á markatölu en liðið hefur nú 32 stig eftir 16 leiki. HK á þó leik til góða og heimsækir Leikni R. á morgun og á sama tíma tekur topplið ÍA á móti Fram á Akranesi. Selfossi tókst aftur á móti að lyfta sér af botninum, er nú með 12 stig í 11. sæti fyrir ofan Magna á markatölu, en Magni á leik á morgun gegn Þrótti.

Víkingur Ó. 1:1 Selfoss opna loka
90. mín. 6 mínútum bætt við
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert