Kári náði þriggja stiga forskoti

Kári er með þriggja stiga forskot á toppnum.
Kári er með þriggja stiga forskot á toppnum. Ljósmynd/Facebook-síða Kára

Kári náði í kvöld þriggja stiga forskoti á toppi 2. deildar karla í fótbolta með 2:1-útisigri á Tindastóli. Alexander Már Þorláksson og Andri Júlíusson komu Kára í 2:0 í fyrri hálfleik áður en Jónas Aron Ólafsson minnkaði muninn fyrir Tindastól á 51. mínútu og þar við sat. 

Botnlið Hugins vann svo afar óvæntan sigur á Völsungi á heimavelli sínum í kvöld. Völsungur komst yfir á 60. mínútu en Huginn skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði sér sinn annan sigur í sumar. Völsungur hefði farið í toppsætið með sigri. 

Staðan í deildinni: 

  1. Kári 31
  2. Vestri 28
  3. Völsungur 28
  4. Afturelding 27
  5. Grótta 27
  6. Fjarðabyggð 25
  7. Þróttur V. 22
  8. Víðir 16
  9. Leiknir F. 15
  10. Höttur 14
  11. Tindastóll 11
  12. Huginn 9
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert