13 ára skoraði tvennu í 2. deild

Orri Steinn Óskarsson fagnar marki í dag.
Orri Steinn Óskarsson fagnar marki í dag. Ljósmynd/Facebook-síða Gróttu

Grótta vann 5:0-sigur á Hetti í 2. deild karla í fótbolta í kvöld. Hinn 13 ára gamli Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði tvö marka Gróttumanna. Ólíver Dagur Thorlacius, Valtýr Már Michaelsson og Dagur Guðjónsson skoruðu einnig fyrir Gróttu. 

Vestri er í toppsætinu eftir 3:1-sigur á Víði á heimavelli. Pétur Bjarnason kom Vestra yfir á þriðju mínútu, en Mahdi Hadraoui jafnaði úr víti aðeins fjórum mínútum síðar. Sergine Modou Fall skoraði hins vegar tvö mörk fyrir Vestra áður en fyrri hálfleikurinn var allur og mörkin urðu ekki fleiri. 

Afturelding vann sinn fyrsta leik í rúman mánuð er liðið heimsótti Fjarðabyggð og vann 3:0-sigur. Wentzel Steinarr R Kamban kom Aftureldingu yfir á fimmtu mínútu og Elvar Ingi Vignisson bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleikinn og þar við sat. 

Þróttur V. og Leiknir F. gerðu svo markalaust jafntefli á Vogabæjarvelli. Þróttur er í sjöunda sæti deildarinnar og Leiknir í níunda sæti. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni. 

  1. Vestri 31
  2. Kári 31
  3. Afturelding 30
  4. Grótta 30
  5. Völsungur 28
  6. Fjarðabyggð 25
  7. Þróttur V. 23
  8. Víðir 16
  9. Leiknir F. 16
  10. Höttur 14
  11. Tindastóll 11
  12. Huginn 9
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert