„Gaman að fá Söru heim til Akureyrar“

Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þór/KA dróst gegn Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Þýskalandsmeisturum Wolfsburg í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en drátturinn fór fram í Nyon í Sviss í gær. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Sandra María Jessen hlakka mikið til þess að fá tækifæri til að spila á móti einu besta liði heims: „Þetta er geggjað spennandi verkefni sem við erum að fá. Fyrst við fengum eitt af þessum toppliðum var skemmtilegt að fá alvöru leik á móti einu af bestu liðunum. Auðvitað hefðum við haft meiri möguleika ef við hefðum fengið veikara lið. En ég held að þetta sé skemmtilegt verkefni og jákvætt að fá svona stórt lið til Íslands.“

Fyrri leikurinn verður spilaður á Þórsvelli 12. eða 13. september en sá síðari verður ytra 26. eða 27. september. Sandra segir að mikilvægt sé að nýta heimaleikinn vel: „Það er fínt að fá þær fyrst til Íslands. Við erum með frábæra stuðningsmenn og það verður full stúka sem verður að styðja við bakið á okkur. Ég held að það gæti reynst dýrmætt. Við ætlum að koma þeim á óvart. Þær halda sennilega að þær séu að fara auðveldu leiðina með því að fá okkur. Þá er bara mikilvægt að nýta heimavöllinn.“

Viðtalið við Söndru Maríu má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert