Ragnar Sigurðsson í landsliðhóp Hamrén?

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Eggert Jóhannesson

Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason munu gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem kynntur verður á blaðamannafundi í dag klukkan 13:15. Þetta herma heimildir sem Vísir.is hefur.

Eftir HM í Rússlandi tilkynnti Ragnar, sem er 32 ára gamall, að hann væri hættur að spila með landsliðinu en nú virðist hann ætla að svara kallinu. Kári, sem verður 36 ára í október, sagði einnig eftir HM að hann hefði sennilega spilað sinn síðasta landsleik. Hann var þó opinn fyrir að snúa aftur ef kallið kæmi.

Ef satt reynist hljóta þetta að teljast góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið en þeir félagar hafa verið í algeru lykilhlutverki í íslenska liðinu undanfarin ár. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Kári hefur spilað 69 leiki og skorað fimm mörk.

Mbl verður með beina útsendingu frá blaðamannafundi Erik Hamrén sem fer fram í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13:15 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert