Breiðabliki tókst ekki að sækja á toppliðið

Gísli Eyjólfsson leitar leiða framhjá Gunnari Þorsteinssyni og Rodrigo Gomes …
Gísli Eyjólfsson leitar leiða framhjá Gunnari Þorsteinssyni og Rodrigo Gomes í dag. mbl.is/Eggert

Breiðablik og Grindavík skildu jöfn, 1:1, á Kópavogsvelli í 19. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Blikum tókst því ekki að nýta sér það að topplið Vals tapaði stigum fyrr í dag.

Eftir heldur tíðindalítinn fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Breiðablik loks að brjóta ísinn á 33. mínútu þegar Thomas Mikkelsen skallaði knöttinn í þverslá og inn eftir fyrirgjöf frá Kolbeini Þórðarsyni. Gestirnir bitu þó frá sér og uppskári jöfnunarmark í síðari hálfleik á 75. mínútu eftir afleitan varnarleik Blika.

Damir Muminovic var rændur boltanum inni í eigin vítateig áður en Viktor Örn Margeirsson ýtti honum fyrir eigið mark þar sem William Daniels þakkaði fyrir sig og skoraði í autt markið.

Breiðablik 1:1 Grindavík opna loka
90. mín. Grindavík fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert